• MY CART    0

    Your cart is currently empty.

Það heitasta fyrir sumarið !

Posted on 24 May 2017

Vorlína 2017 frá Inglot Cosmetics !

 

Það sem er ómissandi fyrir sumarið '17 er að sjálfsögðu 

Diamond Lip Tint - Metal áferð

Varirnar eru í aðalhlutverki í sumar !
Diamond lip tint eru varagloss sem gefa vörunum fallega metal áferð. Formúlan inniheldur argan olíu sem er nærandi og rakagefandi fyrir varirnar. Glossinn gefur vörunum fyllingu og þekur vel án þess að klístrast. Línan kemur í 10 mismunandi litum, allir með bleikum og sumarlegum undirtón.

 

MS. Butterfly línan er búin að vera að slá í gegn um allann heim og höfum við fengið vinsælustu litina til okkar í kringluna. Línan inniheldur 10 ótrúlega fallega liti af augnskuggum og naglalökkum í stíl. 

Ms. Butterfly vorlínan – Augnskuggar
Mattir augnskuggar sem innihalda einstaklega litsterka formúlu. Þeir eru silkimjúkir, þæginlegir í notkun og endast vel. Formúlan er olíufrí og gefur því hina fullkomnu möttu áferð án þess að smitast. Þessi lína kom í 6 mismuandi litum til okkar í Inglot á Íslandi.

Augnskuggarnir eru frábær viðbót við hið fullkomna “Freedom System” frá Inglot, sem gerir viðskiptavininum kleift að búa til sína eigin pallettu með því að velja liti og stærð sjálfur.

Ms. Butterfly vorlínan – O2M Naglalökk 


Frábær lína af naglalökkum sem hleypa vatni og súrefni í gegnum nöglina og naglaböndin fá að anda í gegn. O2M lökkin eru fyrstu sinnar tegundar í heiminum þar sem lökkin vernda og græða neglurnar þökk sé háþróuðu efni (e. polymer).
Lökkin innihalda ekki eftirfarandi efni : toluene, formaldehyde, dibutyl phthalate (DBP) eða camphor.

 Línan kom í 4 mismunandi litum í Inglot á Íslandi, og eru þeir frábær viðbót við risastóra litasafnið okkar af O2M naglalökkunum.
More Posts

Search our store