• MY CART    0

    Your cart is currently empty.

KENZO X INGLOT - INNBLÁSTUR FRÁ NORÐURLJÓSUNUM Á ÍSLANDI

Posted on 21 June 2017

"Fashion Week" er fyrirbæri sem margir hafa gaman af því að fylgjast með og nær uppruni þess alveg til ársins 1800. Fyrst byrjaði “Fashion week” sem einkasýningar í París, en í ár var Fashion Week haldið á fjórum stöðum; New York, París, London og Mílano. 

Að sjálfsögðu tekur Inglot virkan þátt í þessum viðburði einsog svo mörgum öðrum sem tengjast förðun og tísku.

Í ár hannaði INGLOT í samstarfi með KENZO naglalökk sem prýddu tískupallana í París á “Paris Fashion Week” sem var haldin 28. febrúar til 8. mars síðastliðinn. 

Lökkin voru kynnt til leiks fyrir haust og vetrartísku 2017-2018 fyrir konur og karla. Hönnuðir KENZO sýndu litríka fatalínu en Naomi Yasuda fékk innblásturinn fyrir lökkin frá Norðurljósunum á Íslandi“I made gradient nails that duplicate the beautiful Aurora in cold air. You can find a similar print in the collection as well”. Yasuda hannaði þessar norðurljósaneglur í tveimur mismuandi litum, appelsínugulum og grænum tónum. Einnig voru hönnuð sérstök naglalökk fyrir karlmenn frá KENZO, en þau eru glær. 

Ef þú hefur áhuga getur þú sjálf/ur hannað þínar eigin norðurljósaneglur að hætti KENZO & INGLOT, þú einfaldlega fylgir næstu skrefum :

  • Fyrst notar þú O2M Breathable Base. 
  • Fyrir appelsínugulann litartón: O2M naglalökk nr. 618,637,691 og naglalakk nr. 953. 
  • Fyrir grænann litartón: naglalökk nr. 976,983 og O2M naglalökk nr. 656 og 655.
  • Til þess að blanda lökkunum fallega saman á nöglinni, notar þú förðunarsvamp (t.d. Pro Blending Sponge). Þú einfaldlega lakkar svampinn og stimplar svo neglurnar. Leyfðu lakkinu að þorna og endurtaktu 2-3 sinnum.
  • Að lokum notar þú O2M Breathable Top Coat.

More Posts

Search our store