• MY CART    0

    Your cart is currently empty.

INGLOT LIVE

Posted on 11 May 2017

INGLOT er klárlega eitt árángursríkasta snyrtivörumerkið á markaðnum í dag og stækkar það með hverju árinu. Fyrir árslok 2016 tók merkið gríðarlgea stórt skref, þar sem INGLOT opnaði búðir meðal annars í vinsælustu verslunarborgum heims.

Ein vinsælasta verslunarborg seinni tíma í Evrópu er án efa London. Þar sem viðskiptin eiga sér stað og verslunar-fíklarnir eyða hvað mestum tíma er aðalgata borgarinnar, betur þekkt sem Oxford-Street. Inglot er fyrsta pólska merkið til að opna búð í götunni, og heillar hún nú snyrtivöru elskendur með ótrúlegu úrvali lita og vara. Búðin á Oxford-street er þriðja búðin sem hefur verið opnuð í London, hinar tvær eru staðsettar í Westfield Stratford City og Westfield White City.

Á árinu sem leið ferðaðist INGLOT einnig sunnar í Evrópu og opnaði sína fyrstu búð í einni af stærstu tískuborgum heims, Mílanó á Ítalíu. Einstaklega vel staðsett, á fallega og fjölfarna torginu Piazza D´ uomo, kynnir INGLOT með stolti sínar litríku snyrtivörur. En INGLOT kom ekki einungis við sögu í Evrópu þetta árið, því merkið fagnaði stórri opnun í einum frægasta verslunarkjarna heims – Grand Canal Shoppes í Las Vegas, USA. En fyrsta Inglot búðin sem opnuð var í Norður-Ameríku var enn eitt risaskrefið fyrir keðjuna. Árið 2009 opnaði Inglot á Times Square í New York og kynnti þá línu naglalakka fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Við erum að tala um formúlu sem leyfir naglaböndunum að anda í gegnum lakkið, og því fyrsta lakkið sem múslima konur mega nota á meðan þær biðja. Naglalakkið ber nafnið O2M Breathable Nail Enamel, og er það búið að ná vinsældum og athygli um allann heim. Síðan þá hefur Inglot einnig stofnað svokallað “Pro-shop” sem staðsett er í Chelsea Market, einnig í New York borg. Búðin selur allar þær helstu vörur sem merkið hefur upp á að bjóða fyrir gesti og gangandi, en svo er hún einnig útbúin öllu því sem förðunarfræðingurinn þarf, til dæmis full útbúnu myndveri fyrir myndatökur.

RISA stórt ár hjá Inglot að ljúka og enn stærra tekur við – bíðið spennt og fylgist með!

 

 

More Posts

Join our Mailing List

Sign up to receive our email updates

Search our store