• MY CART    0

    Your cart is currently empty.

FASHION WEEK 2018

Posted on 02 March 2018

FASHION WEEK 2018 FEB. – INGLOT

 Fashion week er skemmtilegt fyrirbæri sem er nokkur hundruð ára gamalt. Þeir sem hafa áhuga á tísku vita líklegast hvað um ræðir. Stærstu og virtustu tískuhönnuður heims láta ljós sitt skína og er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með hvað þeir sýna á tískupöllunum hverju sinni.


Að sjálfsögðu lætur Inglot Cosmetics sig ekki vanta á tískupallana og eru þeir ýmist að skapa glæsilegt “förðunar-look” eða hanna hið fullkomna “naglalakka-look”. Nú stendur Tískuvikan sem hæst og hefur Inglot tekið þátt í Tískuvikunni í New York og nú fyrr í vikunni í Milanó á Ítalíu.


NEW YORK FASHION WEEK 2018


New York Fashion Week stóð yfir í byrjun febrúar og vann þá Pro-teymi Inglot fyrir tískumerkið Badgley Mischka. Förðunardrottningin Gucci Westman sá um lookið fyrir tískusýninguna en sú förðun fékk innblástur í kvikmyndina Interview with a Vampire: “The look is very romantic with porcelain skin, a blood stained mouth and naturally shaded eyes to enhance the natural hollows,” (Gucci Westman).

Vörurnar sem gerðu “lookið”:

Húð: INGLOT Hydrating Day Serum, INGLOT Sunrise Drop Face Oil, INGLOT HD Corrective Primer Pink og HD Coverup Foundation, Beautifier Tinted Cream, INGLOT Face and Body Illuminator #61.

Kinnar: INGLOT Freedom System Blush #63 og #69,

Augu: INGLOT Eye Shadow Keeper, INGLOT Freedom System Eye Shadow #295, #301, #282, #303, #296, #298 og #304, INGLOT Kohl 03 Pencil, INGLOT Lash Enhancing Mascara.

Varir: AMC Lip Crayon #33, INGLOT Matte Lipsticks #435, #450, #410, #426 og #446, INGLOT Freedom System Eye Shadow #301, #298 and #304. 


PARIS FASHION WEEK 2018


Þann 23. Febrúar síðastliðinn fékk Inglot þann heiður að vinna með hönnuðinum Vionnet Paris í þriðja sinn fyrir Fashion Week. Tískusýningin sjálf var haldin á Sædýrasafni í Mílano. Hönnuðir Vionnet tóku áhörfendur sína í töfraheim frá 17. Öld þar sem módelin strunsuðu á milli fiskabúra og áttu annarsvegar að vera hafmeyjur sem enduðu sem hin glæsilega sjálfsörugga Vionnet-kona.

Pro-teymi Inglot hannaði nagla-look sem átti að sýna þessa óákveðnu veru sem er á milli þess að vera hafmeyja og kona. Útkoman var djúp-blátt, dökkt lakk á annari hendinni sem táknaði hafið og hin hendin skartaði nude lit fyrir hina mennsku konu.


Fáðu þér naglalakkið og gerðu lookið !

- “Nude look”: O2M Breathable Base, O2M Breathable Nail Enamel nr. 677, Gel Glossy Top Coat.

“Deep Blue”: O2M Breathable Base, Breathable Nail Enamel no. 647, Nail Enamel no. 112, Gel Glossy Top Coat.

More Posts

Join our Mailing List

Sign up to receive our email updates

Search our store